Framsóknarmenn eru eina pólitíska aflið hér á landi, sem styður Ísrael umfram aðra aðila í miðausturlöndum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Það fer saman við, að sértrúarsöfnuðir hafa haldið innreið sína í flokkinn og yfirtekið eitt af félögum hans í Reykjvík. Þessir söfnuðir skilja biblíuna á þann hátt, að hún krefjist stuðnings kristinna söfnuða við Ísraelsríki. Framsókn er orðinn flokkur þessa skrítna fólks, en hefur samt ekki aukið fylgi sitt, því að venjulegt fólk hefur flúið flokkinn í staðinn.