Stjórnarskrárpatt

Punktar

Enginn sátt hefur náðst í stjórnarskrárnefnd. Formaður nefndarinnar hefur gefizt upp og vill slá málinu á frest og takmarka niðurstöðuna við eina grein. Hann vill sjálfvirkt þingrof og nýjar kosningar, ef alþingi samþykkir breytingu á stjórnarskránni. Aðrir eru andvígir þessu og vilja frekar þjóðaratkvæði, sem er önnur aðferð. Svo má ekki gleyma því, að margir telja brýnt að staðfesta þjóðareign á auðlindum hafsins og að setja umhverfiskafla í stjórnarskrána. Lítið er langt starf nefndarinnar. Verkstjórn hefur greinilega engin verið, hver étið úr sínum poka.