Íslendingabók

Punktar

Íslendingabók er einstæður gagnabanki DeCode Genetics á vefnum. Þar getum við rakið ættir okkar til forfeðranna. Mikið hefur verið grisjað burt af óskhyggju og rökhyggju af Snorra-Njálu tagi, það er Snorri hefði getað skrifað Njálu og því skrifaði hann Njálu. Jón gæti hafa verið faðir Péturs og því var hann faðir Péturs. Vísað er til heimilda í annálum, kirkjubókum og öðrum gögnum. Þessi gagnabanki þarf að verða gagnvirkur, svo að gildir persónufræðimenn skrifi inn athugasemdir, sem gaman væri að lesa. Þannig yrði bankinn að inngangi í persónufræðina.