Fjölþjóðleg könnun sýnir aukna andstöðu Evrópubúa við hernaðarstefnu Atlantshafsbandalagsins. Stuðningur við bandalagið hefur fallið úr 69% árið 2002 í 55% á þessu ári. Í Póllandi, einu helzta stuðningsríki Bandaríkjanna og bandalagsins, hefur stuðningurinn fallið úr 64% í 48%. Meirihluti Evrópubúa vill nú sjálfstæðari afstöðu álfunnar til öryggismála. Stjórnarskipti á Spáni og Ítalíu hafa fært Miðjarðarhafið pólitískt fjær Bandaríkjunum. Í Tyrklandi, sem lengi hefur verið einn af hornsteinum bandalagsins, hefur stuðningur við það minnkað úr 53% í 44%.