Nánast frítt rafmagn

Punktar

Í fréttabréfi sínu ráðleggja Stansberry & Associates fjárfestum að kaupa hlutafé í álverum, sem hyggist reisa verksmiðjur á Íslandi. Þar sé nefnilega nánast frítt rafmagn í boði hjá Landsvirkjun. Steve Sjuggerud segir í fréttabréfinu, að þetta sé ávísun á mikinn gróða bandarísks álfyrirtækis, sem hafi komið sér fyrir á Íslandi, væntanlega Alcoa. Álverð muni hækka og verið sé að loka álverum víða um heim vegna þungaverðs á rafmagni. Því sé ekki til að dreifa á Íslandi, því að þar sé rafmagnið nánast frítt. Enda fréttum við áður frá Alcoa, að verðið hér sé hálft brazilíuverð.