Landið hefur þegar verið varnarlaust í þrjá mánuði. Ratsjárstöðvunum fjórum var lokað í maí. Varnarliðið stóð þá upp úr stólunum og hvarf á brott. Við töldum þær vera hlekk í keðju ratstjárstöðva um alla álfu Natós norðan frá Grænlandi suður til Tyrklands, en það var þá bara misskilningur. Þetta er bara dót, sem Bandaríkin nenna ekki að nota. Stólarnir við skjána eru auðir. Án ratsjárstöðva er ekkert eftirlit með leyndu flugi og án þeirra er ekki hægt að stjórna herþotum, þótt þær kæmu hingað aftur til varna. Þetta segir allt, sem segja þarf um hernaðarlega stöðu Íslands.