Þjóðernissinnar eflast

Punktar

Mikill stuðningur við framboð Nicolas Sarkozy til forseta í Frakklandi, sýnir, að fólk í Frakklandi er orðið þreytt á stækkun Evrópusambandsins og vill til dæmis alls ekki fá Tyrki inn. Þetta er eitt dæmið af mörgum um vaxandi ótta við útlendinga, einkum áhangendur Íslams. Þar með minnka líkur á sögulegum sáttum milli menningarheima. Ef Tyrkland gerðist aðili að sambandinu og fjölmörgum reglum þess um frelsi og lýðræði, mundi heimur íslams hafa eitt dæmi um aðlögun trúarinnar að nútímanum. Þjóðernissinnum í Evrópu virðist munu takast að hindra þá merkilegu tilraun.