Minningargreinin

Punktar

Germaine Greer skrifaði í Guardian minningargrein um krókódíla-Irwin, sem var stunginn til bana af stingskötu. Hún fletti þar ofan af ferli hans sem dýrakvalara og segir mörg dæmi úr ævinni því til staðfestingar. Greer er greinilega vel kunnug smáatriðum í ævi Steve Irwin, sem lifði á því að fíflast með dauðhrædd dýr. Meginkosturinn við grein hennar er þó sá, að hún víkur frá þeim félagslega rétttrúnaði, að allir séu góðir, þegar þeir eru dauðir. Ég sé fyrir mér, hvílíkur hvellur yrði hér á landi, ef farið væri að segja sannleikann í minningargreinum.