Repúblikanar í Bandaríkjunum verja 70 milljón krónum til að ráðast á hinn hægri sinnaða Stephen Laffley, sem ætlar að velta Lincoln Chafee úr sessi sem öldungadeildarmanni fyrir Rhode Island. Höfuðstöðvar flokksins telja Laffley vera svo róttækan, að ekki sé hægt að sýna hann í þingkosningum. Þær telja Laffley munu tapa þingsætinu fyrir demókrötum og því sér skárra að hafa Chafee þar. Samt er hann nærri demókrötum, studdi aldrei stríðið gegn Írak og kaus ekki George W. Bush síðast. En vegir stjórnmálanna eru órannsakanlegir víðar en í Vestmannaeyjum.