Haukdælir entust

Punktar

Sturlungar, fyrirferðarmestir Íslendinga á Sturlungaöld, létu öldina heita eftir sér, en eru ekki rúmfrekir í nútímanum. Samkvæmt Íslendingabók deCode Genetics er ég bara kominn á 606 mismunandi vegu af Hvamm-Sturlu, þar af rúmlega helminginn af Snorra. Hressari hafa ættir Ásbirninga og Oddaverja verið. Ég er kominn á 821 vegu út af Tuma Kolbeinssyni og á 903 vegu út af Jóni Loftssyni. Fjórði maðurinn, sem var fæddur um 1125 og setti svip sinn á Sturlungu, var Haukdælinn Gissur Hauksson. Samkvæmt Íslendingabók er ég á 1239 mismunandi vegu út af honum kominn, tvöfalt á við Sturlunga.