Þau gleðitíðindi hafa gerzt, að stuðningur eykst við Evrópusamband og evru. Nú vilja 58% hefja viðræður við sambandið um aðild, en aðeins 25% eru því andvígir. 46% vilja beinlínis aðild, en aðeins 33% eru henni andvígir. 47% vilja evru og 40% eru því andvígir. 55% telja aðildina verða jákvæða, en aðeins 31% telja hana verða neikvæða. Ekki hafa áður sézt svona jákvæðar tölur um bandalagið. Fylgismenn allra flokka hafa færzt nær Evrópusambandinu nema Framsóknarflokksins, sem eru sér á parti með sértrúarsöfnuðum, vilja stuðning við Ísrael og stríð við Írak, Palestínu og Líbanon.