Þú getur rakið þína ætt í Íslendingabók og þú getur rakið ættingja þína frá langaafa þínum. En þú getur ekki rakið ættir annars fólks. Þú getur til dæmis ekki fundið, hvað varð um afkomendur systkina forfeðra þinna. Þetta stafar af Persónuvernd, illu fyrirbæri í stjórnkerfinu, sem hefur það að markmiði að gera þjóðfélagið gersamlega ógegnsætt. Persónuvernd vinnur skipulega gegn lýðræði í landinu, undir vernd stjórnvalda, sem hafa komið henni á fót. Hún gengur svo langt, að hún reynir að bregða fæti fyrir fólk, sem vill stunda ættfræði í frístundum. Burt með þetta skrímsli eins og það leggur sig.