Uppreisn gegn Bush

Punktar

Harður slagur hefur undanfarið staðið milli George W. Bush og þriggja uppreisnarmanna repúblikana í öldungadeildinni. Undir forustu John McCain vilja þremenningarnir ekki fallast á lagabreytingu, sem felur í sér herdómstóla, leynigögn og pyndingar að geðþótta leyniþjónustunnar. Allir hafa þeir herþjónustu að baki og eru studdir aldurhnignum herforingjum, þar á meðal Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra. Mikil áróðursvél hamrar gegn þremenningunum, því að fjöldi fólks í Bandaríkjunum vill pyndingar, vill stríð, vill djöfulgang í staðinn fyrir utanríkisstefnu.