Flestir virðast sammála um, að um 11.000 manns hafi verið í göngu Ómars Ragnarssonar gegn miðlunarlóni við Kárahnjúka. Fréttablaðið nefnir þá tölu og Morgunblaðið fer heldur hærra. Eins og venjulega er löggan í Reykjavík með miklu lægri tölu. Hingað til hefur verið talið, að henni sé svo illa við mótmæli, að það hindri hana í að telja rétt. Nú er upplýst, að mikið af löggum er svo illa menntað, að yfirmenn þar á bæ telja jaðra við vandræði. Kannski er það skýringin á tölum löggunnar, hún kann bara ekki á plúsinn.