Smári var felldur

Punktar

Samfylkingarmaðurinn Smári Geirsson er í fremstu röð þeirra, sem hafa rekið landráðastefnu Kárahnjúkavirkjunar. Samfylkingin sá ástæðu til að bjóða hann fram til formennsku í Sambandi sveitarfélaga. Til allrar hamingju var hann felldur með atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Við þurfum því ekki að sjá skúrkinn koma fram fyrir hönd allra sveitarfélaga landsins. Einhver takmörk hljóta að vera fyrir því, hveru gróft er hægt að ögra þjóð, sem er að byrja að átta sig á Kárahnjúkum. Í þessu tilviki þekkti Samfylkingin ekki takmörkin.