Biðjist afsökunar

Punktar

Stjórnvöld skulda afsökunarbeiðni þeim heiðvirðu borgurum, sem á tímum kalda stríðsins sættu símahlerunum árum saman. Ekkert kom út úr hlerunum, enda var um venjulega borgara að ræða. Það er beinlínis dónalegt hjá Geir H. Haarde forsætisráðherra að þvaðra nú um öryggi ríkisins þá, sem aldrei var stefnt í hættu af þessu fólki. Miklu nær er fyrir hann að biðjast afsökunar fyrir hönd Bjarna Benediktssonar, þáverandi vænissýki-ráðherra, og fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, sem hafði forustu í þessum ofsóknum. Kjartan Ólafsson njósnari? Talið í alvöru.