Óbreytt slysadeild

Punktar

“Nei, það er svo skelfilega leiðinlegt”, sagði hún, þegar ég sagðist fara með hana á slysadeildina í Fossvogi. Þar var allt við það sama, haltir hoppuðu inn í þröngt sund til varnar starfsfólki gegn drykkjuboltum. Fólk ráfaði um á fjórðungi af Bráðavaktarhraða. Ein skildi ekki við sig kaffibollann. Fólk var tekið inn á sjötíu mínútna fresti, sem jafngildir 20 sjúklingum á sólarhring. Spítölsk sjónarmið réðu ferðinni, okkur var ekki sagt neitt, sjúklingar mega bíða endalaust. Hjón gáfust upp í röðinni, ætluðu að prófa í Kópavogi. Þjónusta varð svo góð, þegar hún komst í gang. Fronturinn er hins vegar ekki í lagi. Þarna vantar stjóra úr einkabransanum.