Flatur vaskur

Punktar

Allir vilja lækka matarverð, flestir með því að lækka vask á mat eða fella hann niður. Það er röng aðferð. Vaskur á að vera jafn á allri vöru og þjónustu, líka mat. Alveg eins og tekjuskattur á að vera jafn á allri tekjuöflun, hvort sem hún stafar af vinnu eða fjármagni. Félagslegu réttlæti má sinna öðruvísi, svo sem ókeypis skólamat og ókeypis leikskóla. Þótt allir Íslendingar teldu, að lækka beri vask á mat eða fella hann niður, væri sú skoðun ekki réttari fyrir það. Félagslegur rétttrúnaður ræður ferð, af því að hann er öflugur, en alls ekki af því að hann sé réttur.