Keðjur stórmarkaða í Bretlandi eru sakaðar um að þrýsta á vottun lífrænna matvæla til að koma fleiri vörum gegnum nálaraugað. Skortur er á lífrænum vörum, því að sala á vottuðum matvælum eykst um 30% ár ári. Einkum pirrar það unnendur lífrænna matvæla, að eldisfiski var hleypt gegnum vottun, þótt sjálfgefið sé, að eldisfiskur er ekki vottunarbær. Hér þekkjast tilraunir Bændasamtakanna til að svindla búvöru upp á fólk á þeim forsendum, að þær séu “vistvænar” eða “sjálfbærar”, þótt ekki séu til neinir alþjóðastaðlar um slíkt. Ef farið er að svindla á lífrænni vottun, er ekki gott í efni.