Jón Baldvin Hannibalsson skrifaði ágæta grein um Ísland og Bandaríkin á leiðaraopnu Morgunblaðsins á mánudaginn. Sjaldgæft er sjá góðar og hnitmiðaðar greinar í dagblöðum og enn síður á vefsíðum. Í greininni fer Jón yfir uppsögn varnarsamningsins og spyr, hvort ljónið og lambið eigi samleið. Hann telur augu bandamanna í Nató vera að að opnast fyrir því, að utanríkisstefna Bandaríkjanna sé í grundvallaratriðum vanhugsuð. Áhrif hennar gangi þvert á yfirlýst markmið. Hún sé orðin hættuleg heimsfriðnum.