Kofi Annan hefur mikla návist og fas sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, en eftirmaður hans hefur það ekki. Ban Ki-Moon frá Suður-Kóreu er alveg sviplaus, hefur ekkert karisma. Hann er ólíklegur til að halda samtökunum á floti í ólgusjó næstu ára. Helztu embættismenn samtakanna óttast, að hann hafi verið valinn, af því að bandaríkjastjórn gat ekki hugsað sér mann með persónuleika hjá samtökunum. Raunar var hann eindregið studdur af illri þrenningu, Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Það gefur ekki góðar horfur um framtíðina.