Rannsóknablaðamennska

Fjölmiðlun

Ég hef fundið upp skilgreiningu á rannsóknablaðamennsku, sem mér finnst betri en skilgreiningar í kennslubókum. Hún reiknar með þrautseigjunni, sem er aðalsmerki flestra slíkra, þar á meðal Önnu Politkovskoja, sem var myrt í Moskvu Pútíns á laugardaginn. Hún var líka einkenni Bob Woodward og Carl Bernstein, sem byrjuðu á að skrifa um innbrot í Watergate og enduðu á að koma Richard Nixon frá völdum. Hún er ekki síður einkenni Seymour M. Hersh, sem nú er þekktasti rannsóknablaðamaður heims. Skilgreining mín er þessi: Efi + Fyrirstaða + Þrautseigja = Rannsóknablaðamennska.