Misþyrming tungumálsins

Punktar

Einu sinni þótti gott að benda á, að geðveiki sé veiki, en ekki ræfildómur. Þá var fólk kallað geðveikt. Í tímans rás fannst félagslegum rétttrúnaði þetta vera neikvætt orð. Hann notar núna orðið geðfatlaður, sem þeim finnst vera hlutlaust. Honum finnst þó nauðsynlegt að benda á, að geðfötlun sé einstök fötlun, öðru vísi en aðrar fatlanir, þar sem geðfötlun geti batnað. Þar með er ljóst, að geðfötlun er ekki fötlun, heldur veiki. Réttrúnaðurinn er fullur af svona misþyrmingum tungumálsins. Bráðum verður talað um geðhefta eða misgeðja og geðfrávik eða geðröskun.