Fjölmiðlar, hjálpið okkur við að velja milli frambjóðenda, sem hrannast upp í prófkosningum haustsins. Ég vil vita, hvaða þingmannsefni vilja stöðva Kárahnjúkavirkjun, hverjir vilja ekki virkja við Villinganes og Skatastaði, hverjir vilji friða Þjórsárver og Langasjó, Brennisteinsfjöll og Torfajökul. Ég bið um skýr svör, en ekki undanbrögð að hætti Samfylkingarinnar. Hætt er við, að sumir, sem fjalla almennum orðum um áhuga sinn á umhverfisvernd og verndun víðerna, verði fótaskortur á tungunni, þegar þeir neyðast til að fjalla um einstaka þætti hins yfirlýsta áhuga.