Flest er leyndó hér á Íslandi. Rafmagnsverð frá Kárahnjúkum er leyndó, þótt það sé umdeildasta orkuverið. Herverndarsamningurinn við Bandaríkin er leyndó, þótt hersetan hafi löngum klofið þjóðina í tvennt. Njósnir um fólk eru leyndó, þótt góðborgarar hafi sætt þeim. Fjárreiður flokkanna eru leyndó af sérísklenzkum ástæðum. Ættir manna aðrar en mínar eigin eru leyndó, þótt ættfræði sé þjóðarsport. Heimdellingar vilja, að skattskráin sé leyndó. Reykingar Bubba eru leyndó, þótt hann hafi flaggað einkalífi sínu mest allra. Engin þjóð er eins mikið fyrir andlýðræðislegt leyndó.