Góðar hvalveiðar

Punktar

Tvennt er gott við hvalveiðar. Í fyrsta lagi þurfum við ekki lengur að hafa áhyggjur af framboði landsins til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Nú er hægt að spara peningana, sem það hefði kostað til viðbótar við það, sem þegar hefur verið lagt í ný sendiráð og nýja sendiherra. Hitt er ekki síður mikilvægt, að ekkert veiddist fyrstu dagana og ekki er búizt við neinni veiði að gagni á þessum árstíma. Ekki þarf að hafa áhyggjur af markaði, ef ekkert þarf að selja. Og ekki þarf að hafa áhyggjur af rekstri, því að forstjóri veiðanna hefur engar áætlanir, gerir þetta bara í gamni.