Uppgjör menningar

Punktar

Róttækir múslimar klæðast vestrænum gallabuxum, hlusta á vestræna músík og drekka vestrænt kók, þegar þeir setja saman sprengjur til að ráðast á vesturlönd. Dreifing vestrænnar yfirborðsmenningar vítt um heim táknar hvorki yfirburði vestrænnar raunmenningar né dreifingu hennar til annarra menningarsvæða. Fólk um allan heim velur það frá vesturlöndum, sem það kærir sig um, og hafnar öðru. Það færir heiminn ekkert nær vestrænni yfirtöku, að fleiri drekki kók og noti tölvu. Undiraldan ein skiptir máli. Ekkert bendir til, að vestræn menning fari sigurför um heiminn.