Kunna ekki sátt

Punktar

Ef ég væri að undirbúa öryggisgæzlu og njósnir á Íslandi vegna hryðjuverka, mundi ég reyna að hafa sátt um málið. Ég mundi opna fortíðina, finna út hvers vegna skjöl voru brennd í sumarbústað og biðja alla afsökunar, sem hafa verið hleraðir að ástæðulausu. Stjórnvöld, sem kunna enga mannasiði, eru ófær um að skapa hér á landi samkomulag um hermennsku og njósnir. Þau eru svo krumpuð, að þau treysta sér ekki einu sinni til að skoða fortíðina að hætti Norðmanna. Allar tilraunir Björns Bjarnasonar til að lögfesta öryggisgæzlu og njósnir eru því andvana fæddar.