Handhafar hins opinbera eftirlits með félagslegum réttrúnaði, svo sem biskupinn, eru ekki sáttir við, að einkennileg hegðun drukkinnar músar sé nefnd í samræmdu prófi í íslenzku og að spurt sé þar, hvort í henni felist ofdrykkja eða hófdrykkja. Þeir telja slíkt umræðuefni ekki henta níu ára börnum. Eftirlitsfólk telur happasælla að reyna að fela umræðuefnið, svo að það komi mönnum ekki í hug. Um þetta gildir enska spakmælið: Out of sight, out of mind. Allt væri svo miklu fegurra og ljúfara, ef við gætum bara lokað skilningarvitunum.