George W. Bush er Marie Antoinette nútímans segir Caroline Weber í International Herald Tribune í tilefni nýrrar bíómyndar um kerlinguna eftir Sofia Coppola. Myndin sýnir ungar konur í endalausum leikjum í Versölum án nokkurs skilnings á, að kóngapakkið var að sliga þjóðina, sem bylti kerfinu og tók hausinn af Antoinette. Hvergi í myndinni sést veruleikinn að baki leikjanna í Versölum, þar sem enginn efast um rétt sinn til að leika sér. Rétt eins og vanhæfur Bush efast ekki um rétt sinn til að leika sér að alþjóðamálum, heyja stríð út og suður og rústa heilu þjóðirnar.