Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi telur andstöðu við ráðagerðir um landfyllingar vera á misskilningi byggðar. Sá er munur á honum og fyrra húsbúnda hans, að Halldór Ásgrímsson taldi sérhverja andstöðu við sjónarmið sín vera á MIKLUM misskilningi byggða. Hvort tveggja er hugtakabrengl hjá þeim félögum. Ef menn segja landfyllingu vera svo vitlausa, að ekki taki því að ræða hana, þá er ekki um misskilning að ræða, heldur um andstöðu við hugmynd. Mér er hulið, hvernig orðið misskilningur getur sí og æ þvælst fyrir í stíl pólitíkusa, raunar fleiri en þessara tveggja.