Þótt grænir skattar á bílum séu háir í mynd benzínverðs, þarf að hækka þá enn frekar til að afla fjár gegn loftslagsbreytingum. Enn brýnna er að leggja græna skatta á flugfarseðla í sama skyni. Nánast allir fræðimenn á sviði loftslags eru orðnir sannfærðir um, að mannkynið sé að stefna vistkerfinu í óefni. Aðeins róttækustu hægri sinnar að hætti George W. Bush spyrna enn við fótum. Grænir skattar verða vafalítið fljótlega teknir upp í Bretlandi, hvort sem kratar eða íhald verða við völd. Íslendingar þurfa fyrr en síðar að feta sömu braut.