Sófablaðamennska hefur verið öflug á þessu ári. Hún felst í að þáttastjóri hefur tvo viðmælendur í sófanum hjá sér. Stundum eru þeir sammála og er þá annar fórnardýr einhverra örlaga og hinn er vandamálafræðingur, sem glímir við örlög annarra. Stundum eru þeir ósammála, eru þá fulltrúar tveggja skoðana og hvína þá oftast hátt í sófanum. Stundum er þáttastjórinn illa innrættur, lætur þá frambjóðendur í prófkjöri koma fram og sannfæra okkur um, að þeir eigi ekki erindi á þing. Sófablaðamennska er þolandi í næmu hófi, en oft hefur hún verið yfirþyrmandi á þessu ári.