Fáviti í glerinu

Punktar

H.D.S. Greenway segir í Boston Globe, að Bandaríkin hafi ráðist inn í Írak eins og “fáviti” í glervörubúð. Hann viti ekki, hvort hann eigi að hlæja eða gráta út af “ömurlegri” framgöngu Bandaríkjanna. Hann bendir á nýjar bækur, sem segja sömu sögu um algert skilningsleysi ráðamanna Bandaríkjanna á því verkefni, sem þeir tóku sér fyrir hendur og fengu bjána í öðrum löndum til að fylgja, þar á meðal ríkisstjórn Íslands. “Við hefðum ekki stutt innrásina, ef við hefðum vitað um veruleikann,” segir hver ráðherra Íslands á fætur öðrum. Ætla menn svo ekkert að gera með sannleikann?