Eiga þeir ekki börn?

Punktar

Sú framtíð, sem Hannes Hólmsteinn býður okkur, svo og þingmenn á borð við Birgi Ármannsson og Sigurð Kára Kristjánsson er þessi: Er barnabörn okkar verða komin til vits og ára, mun sjórinn ganga á land á Reykjavíkursvæðinu og öðrum kaupstöðum. Fiskistofnar verða þá horfnir og Kárahnjúkavirkjun orðin vatnslaus vegna hvarfs Vatnajökuls. Sífelld fárviðri munu ganga yfir landið og stærsti hluti ríkistekna fer í að reyna að hamla gegn hruni vistkerfis þjóðarinnar. Höfðingjar frjálshyggjunnar hafna viðvörunum um vanda vistkerfisins. Eiga þeir engin börn eða er þeim sama um þau?.