Neo Culpa

Punktar

Sumir af hinum róttæku íhaldsmönnum, neocons, sem hvöttu til innrásar í Írak, sneru við blaðinu í viðtölum í Vanity Fair í gær. Frægastir eru Richard Perle og Kenneth Adelman, áður sérfræðingar stríðsráðuneytisins, en í hópnum eru einnig Michael Rubin og David Frum, sem áður voru háttsettir embættismenn stjórnarinnar. Þeir segja, að hún hafi spilað skelfilega úr innrás og hernámi Íraks. Þeir segja Donald Rumsfeld stríðsráðherra algerlega óhæfan í starfi, en einnig séu allir helztu ráðherrarnir og forsetinn sjálfur óhæfir til starfa. Neo Culpa heitir grein Vanity Fair.