Los Angeles Times hefur ekki borið sitt barr síðan Mark Willes tók við taumunum af Otis Chandler fyrir áratug. Willes afnam sjálfstæði ritstjórnar og setti upp samstarfsnefndir auglýsingadeildar og ritstjórnar í ýmsum málum. Lesendur sáu gegnum þetta og útbreiðsla blaðsins hrundi úr 1,2 milljónum niður fyrir 0,8 milljónir. Er dæmið gekk ekki upp, var aftur reynt að koma upp hæfri ritstjórn og fá Pulitzer-verðlaun í stíl Washington Post og New York Times. Það dugði ekki og nú hefur Dean Baquet ritstjóri verið látinn hætta við harm starfsliðs. Einu sinni skemmt, aldrei bætt.