Þröngt áhugasvið

Fjölmiðlun

Eftir fréttaflóð prófkjöra datt mér í hug umbinn á New York Times, Daniel Okrent, sem sagði blaðið vera upptekið af pólitík sem kappleik með áherzlu á slúðri baktjaldamanna. Hér á landi væru það um mál á borð við misjafnar kjörskár frambjóðenda og spamm í skilaboðum, tengsl frambjóðenda við formann eða varaformann eða fyrrverandi formann. Hann taldi samfélag blaðamanna og baktjaldamanna eða almennatengla, sem flestir eru fyrrverandi blaðamenn, hafa meiri áhuga á slíku en fólk hafi. Samtal þeirra í fréttum og bloggi hér minna á fréttir af vistaskiptum blaðamanna.