Kross, fáni, þjóðsöngur

Punktar

Ted Haggard prédikaði eld og brennistein í ofsatrúarsöfnuði í Bandaríkjunum. Hann réðist grimmt á homma og fékk sér karlhóru eftir vinnu. Hann er gott dæmi um, að afbrigðilegt fólk felur sig bak við sterk kennileiti á borð við kross eða fána eða þjóðsöng. Því ákafar, sem menn berja sér á brjóst sem trúarleiðtogar og þjóðarleiðtogar, þeim mun líklegra er, að eitthvað sé bogið við þá. Sérkenni George W. Bush og Tony Blair hefur lengi verið, að þeir eiga í samræðum við guð og telja sig hafa vald sitt frá honum. Þeir eru báðir geðveikir eins og Haggard.