Arnar Jensson reyndi í Kastljósi að þyrla upp ryki um fortíð sína með því að saka Blaðið um að ganga erinda Baugs. Það er í fyrsta skipti, sem Baugi er kennt um Blaðið. Hvorki geta það talist hugmyndarík undanbrögð yfirmanns hjá Ríkislögreglustjóra né árangursrík í starfi. Innanhússkýrsla um afskipti hans af viðamiklu fíkniefnimáli er falin í skúffu hjá máttarvöldum landsins. Hún fjallar um kjarna málsins, hvers vegna Arnar á ekki að vera yfirlögreglumaður og enn síður gegna mikilvægu embætti í fyrirhugaðri njósnadeild Björns Bjarnasonar. Þá skýrslu ber að birta.