Hrafntinnuglæpurinn

Punktar

Lofsvert er framtak Guðrúnar Gísladóttur leikkonu að kæra hrafntinnustuld í Hrafntinnuskeri vestan Torfajökuls. Þar voru að verki siðblindar björgunarsveitir á Suðurlandi í umboði Þjóðleikhússins og með vitorði Umhverfisstofnunar og umhverfisráðuneytis. Klæða má þetta leikhús með innfluttu efni, sem lítur eins vel út og hrafntinna. Engin ástæða er til að leyfa því að láta ræna afar sjaldgæfu efni í náttúru landsins. Ekki er hægt að sjá, að umhverfisráðuneytið geti borið ábyrgð á þessum glæp til viðbótar öðrum glæpum þess á undanförnum árum.