Varizt Norðmenn

Punktar

Norðmenn vilja senda hingað orrustuþotur og eftirlitsþotur til að gæta norskra hagsmuna, ekki íslenzkra. Fyrir dyrum stendur að dæla meiru af olíu og gasi úr sjó norðan við Noreg. Siglingaleiðir tankskipa frá borpöllunum liggja hjá Íslandi og Norðmenn vilja vernda þessar leiðir. Hagsmunir Íslendinga eru allt aðrir, að þessar leiðir verði sem fjærst landinu vegna hættu á mengunarslysum. Því er nauðsynlegt að fara varlega í viðræðum við Norðmenn, sem munu þykjast vilja brúa skarð í vörnum Íslands við brottför bandaríska hersins. Varizt Norðmenn, sem færa gjafir.