Talsmenn frá sjónvarpsstöðinni Omega hafa nokkrir skrifað greinar í Moggann að undanförnu til stuðnings Ísrael. Þeir koma frá sömu ofsatrúarsöfnuðum og þeim, sem mynda fjórðung af kjörfylgi í Bandaríkjunum. Sameiginlegt einkenni þeirra og Omega er, að þeir trúa, að heimsendir sé á næstu grösum. Hann hefjist með atómstríði í miðausturlöndum, þar sem múslimar sæki að Ísrael, gæludýri Omega og ofsatrúarmanna. Í heimsendanum muni guð hífa ofsatrúarmenn upp í himnaríki, en aðrir verða Antí-Kristi að bráð. Þetta er um leið óopinber utanríkisstefna ríkisstjórnar Bandaríkjanna.