Gegnsætt land

Punktar

Ef Ísland á að verða gegnsætt samfélag, þar sem frjálsir borgarar taka efnislegar ákvarðanir, þarf að setja þessi Lög um einkamál. 1. grein: a. Skattar, laun, eignir og peningar eru ekki einkamál. b. Fyrirtæki hafa ekki einkamál. c. Ættir eru ekki einkamál. d. Dómar eru ekki einkamál. e. Samkeppni er ekki einkamál. f. Greiðslur til framboða eru ekki einkamál. g. Engin opinber gögn eru einkamál. 2. grein: Afnumdar eru þessar stofnanir: a. Persónuvernd. b. Úrskurðarnefnd um upplýsingalög. 3. grein: Brot gegn lögum þessum varða fangelsi. 4. grein: Lög þessi öðlast þegar gildi.