Frábitinn frjálshyggju

Punktar

Ríkisrekstur stendur með blóma um þessar mundir. Flokkar ríkisdýrkunar undirbúa ríkisvæðingu flokkanna með því að ríkið borgi brúsann. Íhaldið fylgir ríkisrekstri í ljósvakanum, líklega til að hamla gegn illum öflum, sem það telur vera í Baugi. Sami flokkur vill sem mest umsvif Símans, frægs einokunarfyrirtækis. Engin hneyksli hefðu orðið í verkum Landsvirkjunar, ef ríkið hefði ekki staðið þétt að baki með ríkisábyrgðum, þegar orkusamningar urðu hvað bágastir. Íhaldið var og er enn flokkur blýantsnagara, frábitinn frjálshyggju.