Dýpri vasar í Evrópu

Punktar

Framkvæmdastjóri bændasamtakanna sagði á ráðstefnu í fyrradag, að svo geti farið, að íslenzkur landbúnaður hafi meira skjól innan Evrópusambandsins en utan þess. Þetta sagði ég bændum fyrir áratug. Samkvæmt reynslu Íra væri Ísland skilgreint sem jaðarbyggð, þar sem bændur fengju háa styrki fyrir það eitt að vera til, en alls ekki til að framleiða neitt, enda yki slíkt bara kjötfjöll og mjólkurlón. Gott er, ef talsmenn bænda eru seint og um síðir að átta sig á, að vasar skattgreiðenda í Evrópu eru dýpri en vasar skattgreiðenda og neytenda á Íslandi.