Þegar ég var í menntaskóla, svaf ég á sumrin með fimm öðrum í kytrum eins og nú eru sýndar í sjónvarpi sem þrælabúðir útlendinga hjá starfsmannaleigum. Ég vann hjá Landsvirkjun, sem þá hét Sogsvirkjun, var að reisa Írafossvirkjun og Steingrímsstöð. Ekki fannst mér húsnæðið mikið svínarí, enda var ég skólastrákur og fékk raunar húsnæðið frítt, sennilega matinn líka. Þá var unnið annan hvern laugardag og farið í bæinn hina helgina. Fimmtíu ára munur er á því, sem talið var mannsæmandi fyrir mig þá og nú er talið vera sæmandi útlendingum. Munurinn er sá, að þeir borga, en ættu að fá frítt.