Atlantshafsbandalagið er í tilvistarkreppu. Það gat ekki yfirfært vopnað hlutverk sitt úr kalda stríðinu yfir á allt öðru vísi hlutverk á tímum hryðjuverka, þar sem hættan er ekki staðbundin. Í stað þess að passa sín mál heima fyrir hefur það lent í ógöngum í Afganistan. Bush vill, að vígfús ríki á borð við Japan, Kóreu og Ástralíu fái aðgang, líklega til að fá auðsveipari aðila í samstarfið. Meginland Vestur-Evrópu er meira eða minna ósátt við þróunina og vill til dæmis hvorki senda fleiri hermenn til Afganistan né færa hermenn þar til hættusvæða. Um þetta er rifizt núna.