Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og raunar víðar eru einkum rekin með hliðsjón af hagsmunum verktaka og sumpart hreinlega rekin af verktökum, svo sem Kópavogur. Því vilja þau ekki amast við búsetu farandverkamanna í iðnaðarhúsnæði, þar sem eldvarnir eru í ólagi. Ef sveitarfélögin vildu amast við þessu, hafa þau næg úrræði í lögum, svo sem innsiglun húsnæðis og dagsektir. Í staðinn æða þau á fund með ráðherra, þykjast koma af fjöllum og telja brýnt að hugleiða, hvort breyta eigi lögum. Þau eru bara að þyrla upp ryki, af því að þau nenna ekki að gera neitt.