Geir Haarde náði flugi í hundalógík með því að segja stuðning íslenzka ríkisvaldsins við hernað Bandaríkjanna í Írak ekki skipta siðferðilegu máli, því að Ísland sé slíkt smáríki, að ekkert muni um það. Saga stríðsins hefði orðið nákvæmlega hin sama án afskipta Íslands. Gleymum því ekki, að hér talar maður, sem ver hundruðum milljóna króna af almannafé til að reyna troða Íslandi í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Stuðningi við stríðið gegn Írak er ekki hægt að kasta yfir öxl sér í kyrrþey. Svartur blettur er á samvizku þjóðarinnar vegna aðgerða landsfeðra okkar gegn Írak.